Forrit

Fyrir hverja?

Forritið Lesheimur kemur sér vel fyrir börn og unglinga í almennu lestrarnámi. Einnig fyrir börn og unglinga sem dvalist hafa erlendis. Tilvalið fyrir fólk af erlendum uppruna sem æfir framburð og lestur.

Þeir sem eiga við leserfiðleika að stríða geta auðveldlega nýtt sér forritið.
Fólk sem endurhæfir sig eftir veikindi eða slys getur valið þann þátt sem það kýs að æfa.

Kennaranemar sem búa sig undir lestrarkennslu fá góða yfirsýn yfir hljóðinnlögn. Hagkvæm lausn fyrir háskólanema erlendis sem læra íslensku og framburð. Gott er fyrir Íslendinga sem búsettir eru erlendis að hafa aðgang að forritinu.

 


Forritið hefur reynst gríðarlega öflugt hjálpartæki. Það styður við skýran framburð og er grunnur að lestrarnámi.

Þú lærir að lesa af öryggi. Forritið Lesheimur er einfalt í notkun. Lykillinn að læsi og skýrum framburði er að ná valdi á sérhljóðunum. Hljóðöryggi er traustur grunnur til að byggja á. Þú getur æft þig að vild og ræður eigin hraða. 

Hvernig vilt þú nota? Helstu kostir eru þeir að auðvelt er að afmarka æfingar markvisst, stilla hraða við hæfi og uppgötva eigin leiðir í notkun forritsins. Hægt er að nota endurtekið og afmarkað eða fara hratt í gegnum til þess að fá heildaryfirsýn. Forritið geymir einmitt heildarmynd hljóðinnlagnar lestrarþáttar.

Hvað er í boði? Forritið inniheldur íslensku málhljóðin, algeng sambönd þeirra (stafhljóð/samtengd hljóð), myndir og orðasafn. Hægt er að nýta sér myndir í forritinu til að minna á stafhljóð eða samhljóðasamband. Einnig heyrist orð lesið ef smellt er á mynd. Auðvelt er að endurtaka að vild: valið hljóð, algengar hljóðtengingar og lestur orða.

Lesheimur

Hvar er hægt að fá forritið?
Forritið má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið: maria@lesheimur.is
Forritið er sniðið að heildarnámsefninu en má einnig nota eitt og sér. Sjálfsagt er að veita nánari upplýsingar ef óskað er.